Nýir leikskólastjórar í Árborg og Ægisborg

Stjórnsýsla Skóli og frístund

""

Sigríður Valdimarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Árborg og Auður Ævarsdóttir tekur við stjórnartaumum í leikskólanum Ægisborg. .

Gengið hefur verið frá ráðningum tveggja leikskólastjóra. 

Sigríður Valdimarsdóttir tekur við starfi leikskólastjóra í Árborg í Árbænum og leysir Sigríði Þórðardóttur af hólmi 1. júní. Sigríður Valdimarsdóttir lauk A.S. í Arts of Education frá Gloucester College í Bandaríkjunum og B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Hún lauk meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst 2013. Sigríður er með leyfisbréf bæði sem leikskólakennari og grunnskólakennari. Sigríður hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi bæði í leikskóla og einnig á öðrum vettvangi.

Auður Ævarsdóttir tekur við stjórnartaumum í leikskólanum Ægisborg í Vesturbæ af Sigrúnu Birgisdóttur og tekur til starfa 1. júní. Auður lauk prófi sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1994 og viðbótarnámi til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 2005. Hún lauk auk þess framhaldsnámi í menntunarfræði á sviði yngri barna frá Háskóla Íslands 2008 og meistaranámi í stjórnun menntastofnana með áherslu á matsfræði frá Háskóla Íslands 2015. Auður hefur áralanga reynslu af leikskólastafi sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri auk þess sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri ytra mats í leikskólum á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sl. fimm ár 

Nýjum leikskólastjórum er óskað velfarnaðar í starfi.