Í ljósi þess að fyrsti einstaklingurinn hefur greinst með kórónaveiruna Covid-19 hér á landi hefur ríkislögreglustjóri í samráði við sóttvarnalækni fært stig almannavarna af óvissustigi á hættustig.
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kom saman klukkan 16:00 í gær þar sem viðbragðsáætlun borgarinnar fyrir hættustig var virkjuð. Í framhaldi voru stjórnendur borgarinnar upplýstir um það og lagt fyrir að þeir upplýsi starfsfólk sitt.
Neyðarstjórn borgarinnar kom aftur saman í dag kl. 14:00 og vinnur í nánu samstarfi við almannavarnir.
Hún mun funda aftur á morgun þar sem farið verður yfir næstu skref.