Margt hægt að bralla í vetrarfríinu

Skóli og frístund Menning og listir

""

Vetrarfrí verður í grunnskólunum 28. febrúar til 2. mars og bjóða þá frístundamiðstöðvar, listastofnanir og söfnin í borginni upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna endurgjaldslaust. 

Ókeypis dagskrá verður í öllum frístundamiðstöðvum og viðburðir miðaðir við þarfir fjölskyldunnar. Þannig verður boðið upp á spiladag, föndur, smiðjur, klifur, og útieldun þar sem ungir sem aldnir geta skemmt sér saman.  

Í vetrarfríinu fá fullorðnir í fylgd með börnum frítt inn á Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Sjóminjasafnið í Reykjavík. Þá býður Borgarbókasafnið upp á dagskrá í öllum útibúum, s.s. upplestur, tónlist, perluföndur, bíó og popp. 

Á Kjarvalsstöðum verður örnámskeið í boði fyrir 6-9 ára börn í vídeólist og Ásmundarsafn býður upp á skemmtileg verkefni fyrir alla fjölskylduna í tengslum við sýninguna sem nú stendur yfir. 

Sjá dagskrá frístundamiðstöðvanna og menningarstofnana í vetrarfríinu.