Innköllun á Himnesku lífrænu hvítu tahini

Heilbrigðiseftirlit

""

Innköllun á Himnesku lífrænu hvítu tahini 250gr. vegna þess að sesamfræ sem notuð voru við framleiðslu matvælanna innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla. 

Sesamfræin, sem um er að ræða eiga uppruna sinn á Indlandi.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna matvælin sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Himneskt.

Vöruheiti

Lífrænt Hvítt Tahini.

Strikamerki

5690350060028.

Nettómagn

250 g.

Best fyrir dagsetning

31.05.2023.

Lotunúmer

L3220112.

Innflytjandi

Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.

Dreifing

Bónus, Hagkaup, Stórkaup og Kaupfélag Skagfirðinga.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Aðfanga í síma 530 5600 eða í gegnum netfangið gaedastjori@adfong.is.