ÍSAM, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Finn Crisp Sesame & Fibre Round Crispbread hrökkbrauð.
Ástæða innköllunar:
Varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.
Hver er hættan?
Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Finn Crisp
Vöruheiti: Sesame & Fibre Round Crispbread
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 27.01.2021
Lotunúmer: 1000401584
Strikamerki: 6410500097099
Nettómagn: 250 g
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Lantmånnen Cerealia
Framleiðsluland: Finnland
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
ÍSAM, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
Dreifing:
Heimkaup, Fjarðarkaup, verslunin Hlíðarkaup, Melabúðin, Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi, Bónus, Hagkaup, Jónsabúð, Nettó Búðakór, Verslunin Fjölval.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Tinna, vörumerkjastjóri hjá ÍSAM, á netfanginu tinna[hja]isam.is eða í síma 522 2700.