Góð þátttaka var í gönguferð um Seljahverfi í vikunni þar sem þættir í vinnutillögum að Hverfisskipulagi voru kynntir.
Halldór Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður tók vídeó í göngunni og er hluti sýndur hér neðar á síðunni. Myndskeiðunum er skipt upp í fjóra búta til þæginda fyrir þá sem vilja kynna sér málin.
Við upphaf göngunnar sagði Ævar Harðarson, arkitekt frá umgjörð verkefnisins og Ólöf Kristjánssdóttir sagði frá hvernig tillögurnar snertu samgöngur og styrkingu byggðar.
Þá lýsti Ólafur Gunnarsson þeim grænu áherslum sem eru í tillögum að hverfisskipulaginu.
Richard Briem sagði frá auknum byggingarheimildum í vinnutillögum að hverfisskipulagi
Við lok göngunnar um Seljahverfi var göngufólki boðið að koma með spurningar og ábendingar.
Kynningum verður streymt
Á mánudag verður svo boðið upp nánari kynningu á tillögunum og vegna fjöldatakmarkana verður þeim streymt frá kl. 19.30 á vef Reykjavíkurborgar.