Nú er óskað eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna velferðarráðs Reykjavíkur 2019. Velferðarráð efnir til árlegra hvatningarverðlauna fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningu. Hvern vilt þú tilnefna fyrir sín störf árið 2019?
Markmið hvatningarverðlaunanna er að örva og vekja athygli á því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram í velferðarþjónustu borgarinnar. Verðlaunin eiga að vera viðurkenning til verðlaunahafa og staðfesting þess að viðkomandi sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.
Tilnefna má einstakling, starfstað, hóp/verkefni sem vakið hefur athygli sl. ár fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu
Frestur til að skila inn tilnefningum er til 24. febrúar næstkomandi.