Götur sópaðar um helgina

Umhverfi

""

Það viðrar vel til gatnahreinsunar í Reykjavík. Götur verða sópaðar um helgina. 

Veðrið verður væntanlega gott um helgina á höfuðborgarsvæðinu. Veðurspáin fyrir laugardaginn hljómar svona: Austlæg átt 8-13 m/s, en 10-15 seinnipartinn á morgun. Skýjað að mestu, en úrkomulítið. Hiti 4 til 9 stig.

Það er því tækifæri til að gera jólahreingerningu á götunum. Nóatún og Langahlíð, Suðurlandsbraut, Skeiðarvogur og Réttarholtsvegur, Bústaðavegur og Grensásvegur verða hreinsaðar um helgina.

Markmiðið er m.a. að draga úr svifryki og nota tækifærið til að sópa í þessu fína veðri og gera umhverfið okkar snyrtilegt. 

Góða helgi.