Icepharma, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum sesamolíu; Clearspring Sesame Oil 500 ml og Clearspring Toasted Sesame Oil 500 ml.
Ástæða innköllunar:
Varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.
Hver er hættan?
Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Clearspring
Vöruheiti: Sesame Oil
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 3.7.2021
Lotunúmer: N029
Strikamerki: 5021554981534
Nettómagn: 500 ml
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Bordoni Italia Srl.
Framleiðsluland: Ítalía
Vörumerki: Clearspring
Vöruheiti: Toasted Sesame Oil
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 20.9.2021
Lotunúmer: N108
Strikamerki: 5021554982432
Nettómagn: 500 ml
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Bordoni Italia Srl.
Framleiðsluland: Ítalía
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Dreifing:
Fjarðarkaup og Veganbúðin.