Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar - óskað eftir handritum

Menning og listir Mannlíf

""

Reykjavíkurborg auglýsir eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2020. 

Verðlaun að upphæð 1.000.000 krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem keppa til verðlaunanna skal skila í þremur eintökum, merktum dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.

 

Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 1. júní 2020. 

Utanáskrift:  

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur,

Tjarnargötu 11,

101 Reykjavík