Betra mælaborð með þátttöku notenda

Stjórnsýsla Mannlíf

""

Mælaborð borgarbúa er lifandi upplýsingaveita um þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar og þar eru nú þegar margvíslegar  upplýsingar aðgengilegar öllum á vef borgarinnar. Til að þróa þjónustuna frekar er nú kallað eftir sjónarmiðum notenda og ábendingum þeirra.

„Við viljum bæta mælaborð borgarbúa og gera það aðgengilegra fyrir notendur, ” segir Auður Gréta Óskarsdóttir, sérfræðingur á upplýsinga og gagnadeild. „Við biðjum fólk um að taka þátt í stuttri könnun og segja sína skoðun á þjónustunni.”