Vetrarfrí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Það dylst fáum að vetrarfrí er framundan í grunnskólum Reykjavíkur og dagskráin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur fengið nokkrar viðbætur að því tilefni.  Þar má helst nefna draugahús, dótaskiptimarkað, bókaskiptiklefa í gömlum símaklefa og fjölskylduleiðsagnir. 

Opið er alla daga, allan ársins hring, í garðinum og yfir vetrarmánuðina er opið frá kl. 10 til 17 að frátöldum miðvikudögum en þá er lokað kl. 20:00 (fram að áramótum allavega).  Hefðbundin dagskrá í kringum dýrin er alla daga og hana má sjá á vef garðsins.

Miðvikudagur 23.október. Draugahús og hefðbundin dýradagskrá. 

· Opið frá kl. 10:00 til 20:00

· Kl. 17:00 til 20:00 Starfsfólk garðsins hefur ákveðið að opna sjoppuna í Fjölskyldugarðinum fyrir gestum en ekki í þeim tilgangi að ná sér í sælgæti.  Vart hefur verið við reimleika þar og gestum gefst kostur á að sannreyna það á eigin skinni.  Draugahúsið verður opið miðvikudagskvöldið 23. september frá kl. 17 til 20.  Aldurstakmark er miðað við 11 ára en í raun setur starfsfólk það í hendur foreldra að sjá hvað þeir treysta börnum sínum í. 

Fimmtudagur 24.október. Fjölskylduleiðsögn og hefðbundin dýradagskrá.

· Opið frá kl. 10:00 til 17:00

· Kl. 13:00 og kl. 15:00 Fjölskylduleiðsögn um Húsdýragarðinn. Hittumst við selalaugina þaðan sem genginn verður hringur um garðinn. 

Föstudagur 25.október. Fjölskylduleiðsögn og hefðbundin dýradagskrá.

· Opið frá kl. 10:00 til 17:00

· Kl. 13:00 og kl. 15:00 Fjölskylduleiðsögn um Húsdýragarðinn. Hittumst við selalaugina þaðan sem genginn verður hringur um garðinn.  

Laugardagur 26.október. Leikfangaskiptimarkaður, opnun skiptiklefans og hefðbundin dýradagskrá. 

· Opið frá kl. 10:00 til 17:00

· Kl.10:00 til 16:30 Opið í Kaffihúsinu.

· Kl. 11:00 til 16:00. Leikfangaskiptimarkaður í veitingaskálanum en það er vettvangur fyrir krakka sem vilja skipta leikföngum sínum út fyrir önnur.  Dót á skiptimarkaðinn ígildir aðgangseyri (fyrir þann sem kemur með dótið) á markaðstímanum. Allt barnadót er velkomið og reglurnar einfaldar: dótið þarf að vera hreint, í góðu ásigkomulagi og engir peningar skipta um eigendur heldur bara dótið. Kemur með dót og annað hvort skilur eftir eða tekur þér annað sem þér líst á. Ef mikið af dóti verður eftir fer það í gamla símaklefann við selalaugina sem nú hefur fengið endurnýjun lífdaga og verður bókaskiptiklefi eða dótaskiptiklefi. Með þessu langar okkur að taka þátt í vitundarvakingu að oft hefur verið þörf en nú nauðsyn að hugsa um umhverfið og leyfa dóti og hlutum að fá framhaldslíf hjá öðrum í stað þess að henda því.

· Kl. 16:00.  Símaklefinn verður bókaskiptiklefi

Síðustu mánuði hefur gamli símaklefinn sem stendur við selalaugina fengið löngu tímabæra aðhlynningu. Klefinn var löngu hættur að þjóna sínu upprunalega hlutverki og var orðinn horfinn inn í gróður að miklu leyti. Nú hefur klefinn verið málaður, glerjaður, endurnefndur og senn kominn með nýtt hlutverk.

Við kynnum til leiks Skiptiklefann. Í Skiptiklefann er búið að setja upp hillur þar sem peningasíminn hékk áður. Til að byrja með geta gestir komið með heilar og snyrtilegar bækur, sem ekki eru lengur lesnar heima, til að skilja eftir í klefanum. Einnig athugað hvort þar leynist bókartitill sem vekur forvitni og fengið hana í staðinn. Þetta er fyrirkomulag sem margir eflaust þekkja frá sumarhúsum og hótelum erlendis. Með þessu vill starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins leggja sitt að mörkum til þess að minnka sóun og vera vettvangur þar sem umhverfismál eiga heima.

Ævar Þór Benediktsson, mun opna Skiptiklefann með formlegum hætti strax að lokinni selagjöf kl. 16:00 þann 26. október.

Sunnudagur 27.október. Dótaskiptimarkaður og hefðbundin dýradagskrá. 

· Opið frá kl. 10:00 til 17:00

· Kl.10:00 til 16:30 Opið í Kaffihúsinu.

· Kl. 11:00 til 16:00. Leikfangaskiptimarkaður í veitingaskálanum en það er vettvangur fyrir krakka sem vilja skipta leikföngum sínum út fyrir önnur.  Dót á skiptimarkaðinn ígildir aðgangseyri (fyrir þann sem kemur með dótið) á markaðstímanum. Allt barnadót er velkomið og reglurnar einfaldar: dótið þarf að vera hreint, í góðu ásigkomulagi og engir peningar skipta um eigendur heldur bara dótið. Kemur með dót og annað hvort skilur eftir eða tekur þér annað sem þér líst á. Ef mikið af dóti verður eftir fer það í gamla símaklefann við selalaugina sem nú hefur fengið endurnýjun lífdaga og verður bókaskiptiklefi eða dótaskiptiklefi. Með þessu langar okkur að taka þátt í vitundarvakingu að oft hefur verið þörf en nú nauðsyn að hugsa um umhverfið og leyfa dóti og hlutum að fá framhaldslíf hjá öðrum í stað þess að henda því.

Mánudagur 28.október.  Fjölskyldufjör með Kringlumýri og ókeypis inn. 

· Opið frá kl. 10:00 til 17:00 ókeypis inn

· Kl. 12:00 til 14:00 Fjölskyldufjör fyrir alla.  Trommufjör, leikir og skylmó á vegum Frístundarmiðstöðvarinnar Kringlumýri.  Kleinur og kakó fyrir gesti og gangandi.