Stuðningur við ungmenni í áhættu vegna vímuefnaneyslu er efni morgunverðarfundar Náum áttum hópsins í október. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. október klukkan 8.15 til 10.00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38.
Fundirnir eru ávallt tileinkaðir börnum og ungmennum en Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál.
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og háskólakennari við íþróttafræðideild HR, fjallar um áhrifaþætti vímuefnaneyslu ungmenna.
- Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla fjallar um hvernig styrkja má sterku hliðar barna í vanda.
- Sunnar Kristinsdóttir, frumkvöðull og ungmenni í bata eftir vímuefnaneyslu, fjallar um lífið eftir neyslu, áskoranir og lausnir.
Fundarstjóri er Árni Einarsson. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðu Náum áttum. Þátttökugjald er 3000. krónur og innifalið í því er morgunverður.