Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2019 sem eykur félagsauð fullorðinna.
Styrkir eru veittir til þess að efla félagsauð fullorðinna í Bústaða-, Háaleitis- og Laugardalshverfi. Áhersla verður lögð á að veita styrki til verkefna sem eru opin öllum þátttakendum í félagsstarfi fullorðinna í hverfunum. Verkefnin þurfa að falla að hlutverki félagsmiðstöðvanna eða teljast á annan hátt vera í samræmi við stefnumörkun og áherslur í félagsstarfi.
Umsóknum skulu fylgja:
- Nafn, kennitala og heimilisfang ábyrgðaraðila.
- Markmið verkefnis.
- Tíma- og verkáætlun.
- Önnur fjármögnun verkefnis og gögn því til stuðnings ef við á.
- Aðrar upplýsingar ef við á.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 2. október 2019 til að teljast gildar. Öllum umsóknum verður svarað.
Athugið! Styrkþegar þurfa að skila inn greinargerð fyrir 27. janúar 2020. Nánari upplýsingar veita ábyrgðarmenn: Helga Björk Haraldsdóttir, Bryndís Hreiðarsdóttir og Berglind Anna Aradóttir.
Einnig er hægt er að nálgast eyðublöð í félagsmiðstöðvunum Dalbraut 18-20, Dalbraut 21-27, Furugerði 1, Hvassaleiti 56-58, Hæðargarði 31, Norðurbrún 1 og Sléttuvegi 11.