Sriracha Hot Chili Sauce innkallað vegna sprengihættu

Innkallanir matvæla Heilbrigðiseftirlit

""

Vietnam Market hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað vöruna Sriracha Hot Chili Sauce vegna þess að flaskan getur sprungið vegna gerjunar.



Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Tuong Ot Srirhacha

Vöruheiti: Sriracha Hot Chili Sauce

Nettómagn: 740.0 ml

Lotunúmer: H9TMKA 44 33

Best fyrir: 01/03/2021

Dreifing og innflutningur:  Vietnam Market



Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í Vietnam Market, þar sem hún var keypt.



Nánari upplýsingar má nálgast hjá Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, í tölvupósti: info@vy.is