Náum áttum fjallar um persónuvernd barna og áskoranir í skólasamfélaginu á öðrum morgunverðarfundi þessa árs. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 20. febrúar frá 8.15-10.00.
Fundurinn er að venju á Grand hóteli. Öll velkomin og morgunhressing er innifalin í verði.
Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Persónuverndar, fjallar um persónuvernd barna.
Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, fjallar um persónuvernd barna í foreldrastarfi.
Að lokum fjallar Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélagsins, um persónuvernd í skólastarfi.
Fundarstjóri er að þessu sinni Árni Einarsson.
Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni naumattum.is. Þátttökugjald er 3.000 krónur en innifalið í því er morgunverður.