Loka þarf Lækjargötu að hluta á morgun, fimmtudaginn 7. mars, vegna byggingarframkvæmda Íslandshótels að Lækjargötu 12. Gólfplata hótelsins verður steypt og til verksins þarf um 70 steypubíla.
Lækjargötu verður lokað til suðurs frá sex að morgni til fjögur í eftirmiðdaginn nema fyrir Strætó og ferðaþjónustuaðila.
Lokunarmerki og brautarverðir verða við Vonarstræti, Hverfisgötu og Bankastræti. Vinstribeygjur verða bannaðar frá Bankastræti og Hverfisgötu. Umferð sem kemur eftir Lækjargötu úr norðri verður beint upp Hverfisgötu.