Kynningarfundur - uppbygging á Sjómannaskólareit

Skipulagsmál

""

Opinn kynningarfundur um drög að deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit. Einnig verða kynnt á fundinum drög að breytingu á aðalskipulagi vegna Sjómannaskólareitar ásamt Veðurstofuhæð.

Myndir: Teiknaðar/samsettar skýringarmyndir í þrívídd /A2F

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur fundinn þriðjudaginn 14. maí kl. 17.00 í Vindheimum á 7. hæð í Borgartúni 14, eystir dyr. Á honum munu ráðgjafar og embættismenn gera grein fyrir fyrirliggjandi tillögum að uppbyggingu og helstu forsendum. Í framhaldi af fundinum verða tillögur mótaðar frekar og lagðar fram til afgreiðslu í formlegt auglýsingaferli.

Allir velkomnir

Hægt er að horfa á streymi af fundinum hér: Kynningarfundur 14.05.2019

Birt 7. mái, uppfært 14. maí með slóð á streymi.

Tengill:

Aðalskipulag Reykjavíkur - Sjómannaskólareitur (Þ32) Veðurstofuhæð (Þ35)

Auglýsing um fundinn.

Upplýsingar almennt