Kynningarfundur um landfyllingu og höfn á Álfsnesi

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur verður haldinn 18. september kl.17 í húsakynnum Reykjavíkurborgar á 7. hæð í Borgartúni 14 í Vindheimum.

Björgun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir frá 30. ágúst til 11. október 2019.. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Kynningarfundur

Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllingar og hafnar fyrir efnisvinnslusvæði Björgunar á Álfsnesi verður kynnt á opnum fundi Björgunar ehf miðvikudaginn 18. september kl.17 í húsakynnum Reykjavíkurborg á 7. hæð í Borgartúni 14 í Vindheimum.

Þar verður einnig kynnt tillaga að deiliskipulagi svæðisins, ásamt breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmda. Frummatsskýrslan og skipulagstillögurnar eru nú til kynningar og er athugasemdarfrestur til 11. október, eins og áður segir sbr. tilkynningu og gögn á vef Skipulagsstofnunar, skipulagsstofnun.is og vef Reykjavíkurborgar, adalskipulag.is

Athugasemdir við skipulagstillögurnar skulu sendar á ssh@ssh.is eða skipulag@reykjavik.is eigi síðar en kl. 16 þann 11. október 2019.

Allir velkomnir, gengið inn um eystri dyr í Borgartúni og lyfta tekin upp á 7. hæð og þar farið í salinn Vindheima.

Tengill

Tillaga í auglýsingu: Iðnaðarsvæði í Álfsnesvík - svæðis-, aðal-, deiliskipulag (greinargerð / uppdráttur. Umhverfisskýrsla - ágúst 2019

Björgun - frummatsskýrsla

Skipulagsstofnun