Innköllun á Chili Con Carne vegna aðskotahlutar (málmbútur)

Heilbrigðiseftirlit

""

Rotissier hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað tilbúna „Chili con carne“ rétti sem

seldir eru undir merkjum HAPP í matvöruverslunum.

Ástæðan er aðskotahlutur (málmhlutur) sem fannst í einum rétti. Innköllunin er framkvæmd til að gæta fyllstu varúðar með hag neytenda í huga, en

líklegt er að um eitt einangrað tilvik sé að ræða.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: HAPP

Vöruheiti: Chili Con Carne

Strikamerki: 5694230 224981

Nettóþyngd: 700 g

Best fyrir: 11. júlí 2019

Framleiðandi: Rotissier ehf.

Dreifing: Verslanir Krónunnar

Viðskiptavinum, sem hafa keypt vöruna, er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Rotissier í síma 8200019, urvals@simnet.is.