Göngugötur og viðburðir á aðventu 2019

Ferðamál Mannlíf

""

Hér má sjá göngugötusvæðið í miðborginni á aðventunni og einnig eru nefndir nokkrir viðburðir.

Sjá kort hér um Þorláksmessu.

Neðri hluta Laugavegs frá Klapparstíg að Ingólfsstræti og Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugaveg var breytt í varanlegt göngusvæði fyrr á þessu ári. Ekki þarf að hrófla við því á aðventunni, en undanfarin ár hefur götusvæðum í miðborg Reykjavíkur verið breytt í göngugötur í aðdraganda jólanna og því stækkar göngugötusvæðið á Þorkláksmessu.

Vörulosunartími er milli 7-11 virka daga en í aðdraganda jóla frá 13.desember var einnig opnað fyrir vörulosun milli  8-11 á laugardögum. Sama gildir á þeim svæðum sem bætt er við á aðventunni.

Vörulosun á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu 23. desember verða göngugötur á Laugaveg frá Barónsstíg niður að Lækjartorgi ásamt Pósthússtræti og Austurstræti frá kl 14. Við viljum því hvetja eigendur verslunar og fyrirtækja á Laugavegi, Skólavörðustíg og öðrum hliðargötum, þar sem lokun á Þorláksmessu á við, að láta birgja vita af lokuninni. Vörulosun verður ekki heimild á tíma lokunnar og varðar það öryggi almennings. Lokunin er gerð í samstarfi við greiningardeild Ríkislögreglustjóra. 

Margt að vera um í bænum

Fjölmargir viðburðir eru á aðventunni í miðborginni, nefna má Nova svellið, Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum https://www.facebook.com/hjartagardur/, Jólavættirna https://jolavaettir.safnadu.is/ og Jóladagatalið https://www.jolihjarta.is/. Á Þorláksmessu verða Grýla og Leppalúði á vappi ásamt jólasveinum svo dæmi séu nefnd.

Tengill

Kort yfir göngugötur á aðventunni