Endurbætur á nítján lóðum leik- og grunnskóla

Umhverfi Skóli og frístund

""

Reykjavíkurborg setur 500 milljónir króna í endurgerð á nítján lóðum við leik og grunnskóla á þessu ári.

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og ýmsar lagfæringar á alls 19 lóðum við leik- og grunnskóla.

Unnið verður við endurgerð fjögurra leikskólalóða. Á Ægisborg  og Seljakoti verður ráðist í fyrsta áfanga og á Kvistaborg og Seljaborg verður haldið áfram með annan áfanga framkvæmda.

Þá verður framkvæmt á fjórum lóðum við grunnskóla í borginni. Lóð Grandaskóla verður kláruð og framkvæmdir hefjast við fyrsta áfanga framkvæmda við Háteigsskóla, Ártúnsskóla og Rimaskóla.

Einnig verður farið í smærri framkvæmdir á eftirfarandi ellefu lóðum; Sunnuborg, Múlaborg, Litla Holt, Engjaborg, Nes - Hamra, Fífuborg, Lyngheima, Klettaborg, Björtuhlíð, Hulduheima og Maríuborg.

Áætlaður framkvæmdatími er frá byrjun maí fram á haust á þessu ári.