Blysför með jólasveinum

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ sunnudaginn 6. janúar nk. Kakó- og vöfflusala verður í Hlöðunni frá kl. 17.00 og þar verður einnig í boði andlitsmálning fyrir krakkana.

Blysför með skólahljómsveit Grafarvogs í farabroddi hefst stuttu fyrir klukkan sex að brennunni, en borinn verður eldur að kestinum kl. 18.00.  Hljómsveitin Fjörkarlar taka þá við á sviðinu og halda uppi fjöri ásamt jólasveinum fram að flugeldasýningu sem verður kl. 18.30. 

Tengt efni: