Öldungar hjóluðu yfir 1000 kílómetra

Velferð

""

Það var mikil stemning á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í dag þegar veittar voru viðurkenningar fyrir þátttöku í hjólreiðakeppni öldunga, Road world for Seniors. Keppnin er norsk en þátttakendur hjóla um allan heim.

Keppnin er sérstaklega fyrir þá sem komast ekki langt sökum aldurs eða hreyfigetu en með hjálp velferðartækni geta þeir hjólað hvert á land sem er. Þetta gerir fólk með hjálp forrits, Pedal On,  sem gerir því kleift að hjóla um París eða Akureyri allt eftir því hvert hugurinn stefnir hverju sinni. Með huga og hreyfingu fer fólk í ferðalag án þess að hjólfákurinn færist úr stað.

Þátttakendur á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða hjóluðu 1001 kílómetra í september og kepptu í leiðinni við 122 lið í sex löndum. 28 manna lið Droplaugarstaða stóð sig frábærlega og lenti í ellefta sæti. Hver einstaklingur í hópnum lagði sitt af mörkum og hjólaði nokkrum sinnum vikulega og lengst hjólaði einstaklingur 109, km. Það er von Motitech manna frá Noregi, sem eiga hjólaforritið, og einnig þeirra sem vilja auka lýðheilsu eldri borgara í Reykjavík að mun fleiri taki þátt á næsta ári.

Forritið er í stöðugri þróun og sífellt fjölgar þeim stöðum sem hægt er að hjóla um í þessum bráðskemmtilega hjólreiðaheimi sem sérstaklega er lagaður að aðstæðum þeirra sem geta annars ekki farið í lengri hjólreiðaferðir.

Myndband af viðburðinum á Droplaugarstöðum.

Keppendur Droplaugarstaða 3. - 23. september í hjólreiðakeppni eldri borgara, Road Worlds for Seniors, voru þau;

  1. Ásgerður Leifsdóttir
  2. Dýrunn Steinþórsdóttir, 
  3. Fríða K. Gísladóttir,
  4. Guðbjörg Axelsdóttir,
  5. Guðbjörg S. Petersen,
  6. Guðmunda Guðmundsdóttir, 
  7. Guðríður Tómasdóttir,
  8. Guðrún Benediktsdóttir,
  9. Gunnar Jóhannsson, ,  
  10. H. Elma Guðmundsdóttir,
  11. Hanne Jeppesen ,
  12. Haukur Pálmason,
  13. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
  14. Jóhanna Stefánsdóttir, 
  15. Kristín Hauksdóttir,
  16. Magnús K. Halldórsson,
  17. Málfríður A. Sigurðardóttir, 
  18. Margrét Gústafsdóttir, 
  19. María Óskarsdóttir,
  20. Matthías Guðjónsson,
  21. Ólafur W. Stefánsson,
  22. Sarah Ross Helgason, 
  23. Sigríður Flygenring ,
  24. Sigurlína Jóhannsdóttir,
  25. Sjöfn Bjarnadóttir, 
  26. Steinbjörn Björnsson, 
  27. Þórir Geirmundarson
  28. Ævar Guðmundsson.