Auglýst eftir umsóknum í Forvarnarsjóð

Velferð

""

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 3. september. Um er að ræða síðari úthlutun ársins 2018, en alls eru kr. 5,15 milljónir til úthlutunar að þessu sinni. Styrkjunum er ætlað að gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að nýsköpun í forvörnum og eflingu félagsauðs í borginni.

Sótt er um á Mínum síðum á Rafrænni Reykjavík. Allar upplýsingar, m.a. ítarlegar úthlutunarreglur, má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja við eftirfarandi atriði:

• Forvarnir í þágu barna og unglinga

• Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar

• Bætta lýðheilsu

• Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs

• Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni