Skiptimarkaður með barnaföt í Gerðubergi

Velferð

""

Rauði krossinn í Reykjavík í samstarfi við Fjölskyldumiðstöð í Breiðholti efnir til skiptimarkaðar með barnaföt í Gerðubergi (á jarðhæð) föstudaginn 31. mars kl. 14:00-17:00. 

Fólk er hvatt til að koma með hreinar og heilar flíkur sem nýtast fjölskyldunni ekki lengur og skipta fyrir föt í réttum stærðum, en í húsinu verður lager af barnafötum sem fólk getur fengið í skiptum. Markaðurinn verður síðan haldinn annan hvern föstudag fram á vor. Þetta er jafnframt kjörið tækifæri fyrir fólk í hverfinu að hittast með börn sín, t.d. á leiðinni heim úr leikskóla. Ávextir, vatn og leikaðstaða verða á staðnum.

Verkefnið er hluti af aukinni starfsemi Rauða krossins í Breiðholti, en í byrjun árs var ákveðið að blása til sóknar í hverfinu.Við hvetjum áhugasama til að leggja verkefninu lið í sjálfboðastarfi, en sjálfboðaliðar munu að mestu annast uppsetningu og afgreiðslu á markaðnum.

Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu Rauða krossins eða hafa beint samband við verkefnastjóra í netfangið thorsteinn@redcross.is.

Sjá facebook-viðburð hér: https://www.facebook.com/events/213639739112470/