Friðarskipið, Peace Boat, er nú við höfn í Reykjavík og af því tilefni verður skipulögð dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu á morgun, föstudaginn 9. maí með þátttöku farþega og áhafnar.
Skipið lagði úr höfn í Yokohama í Japan þann 12. apríl sl. í leiðangur um norðurhvel jarðar og eru nokkrir hápunktar ferðarinnar, auk Reykjavíkur, er siglt á Signu í Frakklandi og um norsku firðina. Skipið hefur siglt um heiminn í nafni friðar frá árinu 1983.
Farþegar læra um nútímasögu Evrópu og þá mismunandi menningarheima sem þar er að finna auk þess að miðla sinni eigin menningararfleið. Leiðangurinn mun einnig heimsækja borgirnar Porto, Rouen og St. Georges í fyrsta skiptið og endurnýja kynnin við áfangastaði í Mið-Ameríku á borð við Corinto í Nicaragua og Acajutla í El Salvador.
Siglingin er einnig heimsleiðangur fyrir kjarnorkulausum heimi: "Hibakusha-verkefni Friðarskipsins". Það þýðir að meðal farþega er sendinefnd "Hibakusha" (eftirlifendur kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki) en þeir segja sína persónulega sögu og flytja boðskap um frið og heim án kjarnorkuvopna.
Dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 9. júní 2017 frá 12:00 til 13.15
12:00
Opnunarávarp Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar
12:10
Ávarp sendiherra Japans, hr. Yasuhiko Kitagawa
12:20
Ávarp hr. Seiichiro Mise (frá Nagasaki)
12:25
Saga fr. Norie Yamamura frá Hiroshima
Spurningar & svör
12:55
Lokaorð hr. Akira Kawasaki frá Friðarskipinu
13:00
Strengjahljómsveit sem ferðast með Friðarskipinu 2017 flytur nokkur verk í lok dagskrár
Dagskráin fer fram á ensku en öllum er velkomið að koma og taka þátt.