Opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar verður haldinn þriðjudaginn 30. maí kl. 14:00 í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Í brennidepli verða börn og ofbeldi. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola.
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar sem lýtur að því að tala opinskátt um ofbeldi við börn og ungmenni er kynnt. Mörg áhugaverð erindi fyrir þá sem vinna með börnum.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
14:00 Ávarp formanns ofbeldisvarnarnefndar.
14:05 „Fyrst og fremst börn og unglingar sem eru beitt kynferðisofbeldi“.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum.
14:25 Er eitthvað að breytast eða eru augu okkar að opnast? Börn og ofbeldi.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
14:45 Tölum um ofbeldi. Mynd fyrir börn um ofbeldi, unnin fyrir Kvennaathvarfið. Myndin sýnd og kynnt.
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
15:05 Barnavernd. Tilkynningar og verkferill.
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
15:25 Opinskátt um ofbeldi. Kynning á þróunarverkefni Reykjavíkurborgar sem fór fram í leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili.
Inga Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Grandaskóla og Martin Brus Smedlund forstöðumaður Undralands frístundaheimilis.
15:45 Umræður borgarfulltrúa og fundargesta.
17:00 Fundarlok og samantekt formanns ofbeldisvarnarnefndar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar.
Öll velkomin.