Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður til sérstaks íbúafundar um málefni miðborgarinnar þriðjudaginn 21. mars kl. 20.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fjallað verður almennt um stöðu mála í miðborginni og einnig hvernig hún er að taka breytingum með auknum ferðamannafjölda. Hvaða möguleika hefur borgin til að stýra þróuninni og í hvaða átt á hún að beina kröftunum?
Viðburður á Facebook – Íbúafundur um miðborgina.