Borgarstjóri Philadelphiu í opinberri heimsókn í Reykjavík

Mannréttindi Menning og listir

""

Borgarstjóri Philadelphiuborgar, James Kenney, er nú staddur í Reykjavík í opinberri heimsókn í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.  Heimsóknin er í beinu framhaldi af opinberu boði borgarstjóra Reykjavíkur til Philadelphiu fyrr í vikunni.

Kenney borgarstjóri kom ásamt föruneyti sínu til landsins seint í gærkvöldi.  Hann mun kynna sér uppbyggingu á Granda nú kl. 10:15, og ganga þaðan í Marshallhúsið þar sem boðið verður upp á hádegisverð. 

Kenney heldur erindi í dag á opnun fundi á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands sem nefnist Philadelphia: Borg sem fagnar innflytjendum.  Fundurinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns og hefst kl. 16:00 og er öllum opinn.

Gestunum er svo boðið til hátíðarkvöldverðar í Höfða kl. 19.

 

Dagskrá opinberrar heimsóknar James Kenney borgarstjóra Philadelphiu 

Fimmtudagur 1. júní

  • 10:15  Farið frá Hótel Reykjavik Marina og gengið um Granda og þaðan yfir í Marshallhúsið
  • 12:00-13:00 Hádegisverður
  • 16:00-17:30  Opinn fundur í fyrirlestarsal Þjóðminjasafnsins á vegum HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.

    Á þessu málþingi mun borgarstjóri Philadelphia, James F. Kenney, fjalla um það hvers vegna borgin hefur markað sér stefnu sem er hliðholl innflytjendum.

    Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík opnar fundinn.

    Pallborðsumræður

    Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

    S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs

    Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

    Fundarstjóri: Björn Malmquist, fréttamaður á RÚV



    Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin.

     
  • 19:00 Hátíðarkvöldverður í Höfða

Föstudagur 2. júní

  • 09:00   Heimsókn í Alþingishúsið
  • 10:30  Ferð í Bláa lónið