Between Mountains unnu Músíktilraunir 2017

Skóli og frístund Menning og listir

""

Between Mountains bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017. 12 hljómsveitir kepptu á úrslitakvöldinu sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu og voru veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið, en auk þess voru veitt verðlaun í fleiri flokkum.

Hljómsveitin Between Mountains kemur frá Suðureyri við Súgandafjörð og Núpi í Dýrafirði og samanstendur af þeim Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur og Ásrósu Helgu Guðmundsdóttur. Hljómsveitin stofnuðu þær í byrjun mars til að taka þátt í Söngkeppni Samfés og í framhaldi Músíktilraunum. Katla semur lögin og textana fyrir hljómsveitina, hún spilar á hljómborð og syngur, Ásrós syngur í hljómsveitinni og spilar inn á milli á xylófón.

Samkeppnin var hörð enda óvenju sterkar og fjölbreyttar hljómsveitir þetta árið og hvorki meira en minna en tólf atriði sem komust áfram í úrslit.

Niðurstaða kvöldsins var á endanum þessi:

1. sæti  Between Mountains

2. sæti  Phlegm

3. sæti  Omotrack

Verðlaun voru einnig veitt í fleiri flokkum: 

•  Hljómsveit fólksins sem er valin með símakosningu er Misty.

•  Söngvari Músíktilrauna eru þær stöllur Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Between Mountains

•  Gítarleikari Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

•  Bassaleikari Músíktilrauna er Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm

•  Píanó/hljómborðsleikari Músíktilrauna er Dagur Bjarki Sigurðsson öðru nafni Adeptus

•  Trommuleikari Músíktilrauna er Ögmundur Kárason úr Phlegm

•  Rafheili Músíktilrauna er Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii

•  og piltarnir sem kalla sig Hillingar fengu viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku.

TIL HAMINGJU!