Fjölmenni var á íbúafundi sem fjallaði um lýsingu á deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal sem haldinn var í Dalskóla í gær, 3. nóvember.
Lýsing á deiliskipulagi er unnin áður en eiginlegt deiluskipulagi er unnið. Íbúafundurinn var haldinn til að fá fram sjónarmið íbúa um væntanlega deiliskipulagsvinnu fyrir Úlfarsárdal.
Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis og skipulagsráðs hóf fundinn en þar næst fór Richard Briem arkitekt frá VA arkitektum yfir lýsinguna og hvað sé verið að skoða í tengslum við deiliskipulagsvinnuna.
Að því loknu var opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn fór vel fram, en um 70 manns sóttu hann. Umræður og fyrirspurnir voru málefnalegar en sýndu glögglega það flækjustig sem er í hverfinu, bæði m.t.t. skipulags og framkvæmda.
Bent er á að að athugasemdir vegna lýsingarinnar þurfa að berast fyrir 23.nóvember 2016.
Áætlað er að kynna breytt deiliskipulag í opnu húsi í Úlfarsárdal í janúar 2017.