Sýningaropnun í D-sal Hafnarhússins: Class Divider, fimmtudaginn 3. mars
Mannlíf Menning og listir
Berglind Jóna Hlynsdóttir opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Hvernig búum við til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu?
Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Berglind Jóna spyr gjarnan spurninga er snúa að almenningsrýmum. Í borgarsamfélagi, þar sem umhverfið er manngert og hver staður er hannaður í einhverjum tilgangi, kannar Berglind umhverfið út frá sögu og væntingum sem samfélagið ber til þeirra. Í verkinu Class Divider fjallar Berglind um visst fyrirbæri sem er hannað í þeim tilgangi að aðgreina flugfarþega. Class divider, sem þýðir einfaldlega stétt-skipting, vekur upp spurningar um það hvernig við búum til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu á hinum ýmsu stöðum.
Berglind Jóna hóf feril sinn sem ljósmyndari. Hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA gráðu frá Valand School of Fine Arts í Svíþjóð árið 2010. Berglind Jóna hefur starfað sem myndlistarmaður á Íslandi, í Svíþjóð og í Brasilíu. Hún hefur unnið að stórum verkefnum í almenningsrýmum og tekið þátt í ótal alþjóðlegum samsýningum og samstarfsverkefnum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar í opinberu safni.
Sýningaröðin í D-sal hófst árið 2007 með það að markmiði að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í Listasafni Reykjavíkur og beina athygli að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Í D-sal eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins.
Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Berglind Jóna spyr gjarnan spurninga er snúa að almenningsrýmum. Í borgarsamfélagi, þar sem umhverfið er manngert og hver staður er hannaður í einhverjum tilgangi, kannar Berglind umhverfið út frá sögu og væntingum sem samfélagið ber til þeirra. Í verkinu Class Divider fjallar Berglind um visst fyrirbæri sem er hannað í þeim tilgangi að aðgreina flugfarþega. Class divider, sem þýðir einfaldlega stétt-skipting, vekur upp spurningar um það hvernig við búum til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu á hinum ýmsu stöðum.
Berglind Jóna hóf feril sinn sem ljósmyndari. Hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA gráðu frá Valand School of Fine Arts í Svíþjóð árið 2010. Berglind Jóna hefur starfað sem myndlistarmaður á Íslandi, í Svíþjóð og í Brasilíu. Hún hefur unnið að stórum verkefnum í almenningsrýmum og tekið þátt í ótal alþjóðlegum samsýningum og samstarfsverkefnum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar í opinberu safni.
Sýningaröðin í D-sal hófst árið 2007 með það að markmiði að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í Listasafni Reykjavíkur og beina athygli að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Í D-sal eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins.