Styrkur svifryks (PM10) fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin í loftgæðastöðinni við Grensásveg, 31. mars, 4., 5. og 7. apríl sl., en mörkin eru 50 µg/m3. Svifryk hefur farið fimm sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk á þessu ári en má skv. reglugerð fara sjö sinnum yfir mörkin.
Samkvæmt Veðurstofu er búist við hægum vindi og lítilli úrkomu næstu daga og því er hætta á aukinni svifryksmengun. Bent skal á að svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inn í íbúðarhverfum fjær umferð. Í hægum vindi þyrlast ryk upp af götum og má búast við toppum í svifryksmengun á umferðarálagstímum á morgnanna, í hádeginu og í eftirmiðdaginn.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.
Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á og annarra mengandi efna á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. fastar loftgæðamælistöðvar á Grensásvegi og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú staðsettar við leikskólann Stakkaborg í Bólstaðarhlíð 38 og við frístundaheimilið Glaðheima, Holtavegi 11.