Stelpur til framtíðar!

Skóli og frístund Mannlíf

""
Ungmennaráð Vesturbæjar stóð fyrir fjölsóttu kvennamálþingi, Stelpur til framtíðar, í Ráðhúsinu í dag. 
 
 
  
Hátt í tvö hundruð unglingar á aldrinum 13-16 ára troðfylltu Tjarnarsalinn, hlýddu á ávörp og ræddu saman um jafnréttismálin af eldmóði. 
 
Hugmyndina að málþinginu má rekja til áhuga ungmennaráðs Vesturbæjar um jafnréttismál og þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað meðal unglinga síðustu misseri, m.a. í kjölfar Skrekksatriðis stelpnanna úr Hagaskóla sem vakti mikla athygli en þær kröfðust meira pláss og á að þær væri hlusta. Nemendur úr Hagaskóla og Austurbæjarskóla fjölmenntu á málþingið, en einnig fulltrúar ungmennaráða s.s. úr Breiðholtinu. 
 
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, setti málþingið og lýsti ánægju sinni með þetta framtak. Þá fluttu Saga Garðarsdóttir leikkona, Svandís Svavarsdóttir, þingmaður, Sigga Dögg kynlífsfræðingur, Ísold Uggadóttir kvikmyndagerðarkona og Elín Jóhannsdóttir lögreglumaður erindi. 
 
Að loknum erindum fóru fram umræður í formi heimskaffis sem gaf þátttakendum tækifæri til að ræða saman og skiptast á skoðunum um jafnréttismál og femínisma.