Starf samgöngustjóra laust til umsóknar

Samgöngur Umhverfi

""
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf samgöngustjóra laust til umsóknar
Staða samgöngustjóra er á umhverfis- og skipulagssviði, sem tók formlega til starfa í janúar 2013, þegar umhverfis- og samgöngusvið, skipulags- og byggingarsvið og framkvæmdahluti framkvæmda- og eignasviðs voru sameinuð. Sviðið hefur að leiðarljósi að styrkja Reykjavíkurborg í átt að sjálfbærni og gera hana vistvæna, heilnæma, hreina, fallega og örugga. Sviðið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
 
Samgöngustjóri er yfirmaður samgöngudeildar og borgarhönnunar og heldur utan um stefnumótun í málaflokknum. Hann ber ábyrgð á framfylgd aðalskipulags og svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð og sviðsstjóra. Samgöngustjóri ber einnig ábyrgð á frumhönnun samgönguframkvæmda og að forgangsröðun fjármuna sé í samræmi við gildandi stefnur og áætlanir.  Samgöngustjóri, tekur þátt í samstarfi á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og í byggðarsamlögum er varða málaflokkinn. Samgöngustjóri er virkur þátttakandi og hluti af yfirstjórn sviðsins, næsti yfirmaður hans er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
 
Um laun og starfskjör fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
 
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent.. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2016.
 
Tengill