Ráðhús Reykjavíkur og Þjónustuver borgarinnar á Höfðatorgi verða lokuð frá 24. desember til 27. desember. Þá verður einnig lokað á gamlársdag til 2. janúar.
Allar sundlaugar verða með opið til hádegis á aðfangadag. Margir hafa þann sið að kíkja í sund á öðrum degi jóla en Vesturbæjarlaug, Árbæjarlaug og Laugardalslaug hafa opið frá 12-18 þann dag.
Þeir sem leita að afþreyingu yfir jólin þurfa ekki að láta sér leiðast. Á vef Visit Reykjavík má lesa nánar opnunartíma safna og veitingastaða yfir jól og áramót.