Hvað hyggjast flokkarnir gera í málefnum innflytjenda?

Velferð Mannlíf

""

Morgunfundur í Menningarhúsinu Gerðubergi um stefnumótun í málefnum innflytjenda miðvikudaginn 12. október kl. 8:30.

Hvað hyggjast flokkarnir geri í málefnum innflytjenda? er yfirskrift morgunarverðarfundarins sem teymi um málefni innflytjenda efnir til. 

Fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í fyrirhuguðum alþingiskosningum 29. október er boðið til fundarins. Meðal gesta verður Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.  



Teymi um málefni innflytjenda er samráðsvettvangur stofnana ríkis og sveitarfélaga, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka sem vinna að málefnum innflytjenda. Upplýsingar um aðila að teyminu og verkefni þess má sjá á meðfylgjandi blaði.

Fulltrúi teymisins opnar fundinn og síðan halda fulltrúar flokkana sjö mínútna erindi þar sem þeir eru beðnir að svara eftirfarandi spurningum:

1. Hvað hyggst þinn flokkur gera varðandi félagsleg undirboð og  skattaundanskot, sem tengjast erlendum starfsmönnum á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða verkefni eru brýnust í því samhengi og hvers vegna?

2. Hver er ábyrgð yfirvalda varðandi gagnkvæma aðlögun (integration)? Hvernig á að tryggja gagnkvæma aðlögun til langs tíma? Hvað er mikilvægast?

3. Hvert er hlutverk og ábyrgð stjórnmálaafla í samfélagslegri orðræðu um innflytjendur og vaxandi fjölbreytni í íslensku samfélagi?

Að erindum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn.