Í dag föstudaginn 10. júní verður Blóðdropinn veittur höfundi bestu íslensku glæpasögu ársins 2015. Að verðlaununum standa Hið íslenska glæpafélag.
Athöfnin verður á Borgarbókasafninu í Grófinni og hefst kl. 17. Verðlaunin eru veitt árlega og var Blóðdropinn fyrst afhentur árið 2007. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru:
2015: Yrsa Sigurðardóttir: DNA
2014: Stefán Máni: Grimmd
2013: Stefán Máni: Húsið
2012: Sigurjón Pálsson: Klækir
2011: Yrsa Sigurðardóttir: Ég man þig
2010: Helgi Ingólfsson: Þegar kóngur kom
2009: Ævar Jósepsson: Land tækifæranna
2008: Arnaldur Indriðason: Harðskafi
2007: Stefán Máni: Skipið
Handhafi verðlaunanna er fulltrúi Íslands til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna.
Tilnefningar í ár hljóta:
Dimma, Ragnar Jónasson
Flekklaus, Sólveig Pálsdóttir
Gildran, Lilja Sigurðardóttir
Hilma, Óskar Guðmundsson
Inn í myrkrið, Ágúst Borgþór Sverrisson
Konur húsvarðarins, Róbert Marvin Gíslason
Morðin í Skálholti, Stella Blómkvist
Nautið, Stefán Máni
Sogið, Yrsa Sigurðardóttir
Þýska húsið, Arnaldur Indriðason
Léttar veitingar í boði og allir velkomnir.