Grasagarðurinn heldur frían fyrirlestur um moltugerð og ánamaðka, miðvikudagskvöldið 17. ágúst.
Hvað er molta? Hvernig er hægt að nýta greinarusl og illgresi til að bæta jarðveginn í garðinum? Mega allir matarafgangar fara í safnhauginn? Hvernig notar maður ánamaðka í moltugerð?
Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað miðvikudagskvöldið 17. ágúst n.k. í Grasagarði Reykjavíkur í fræðslugöngunni: „Margt býr í moltunni – Moltugerð og ánamaðkar“.
Jóna Valdís Sveinsdóttir yfirgarðyrkjufræðingur og Svavar Skúli Jónsson garðyrkjufræðingur hjá Grasagarðinum leiða gönguna, svara spurningum og kenna þátttakendum réttu handtökin við moltugerðina.
Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 19:30 miðvikudagskvöldið 17. ágúst.