Fjórir heimfrægir listamenn hljóta Friðarverðlaun LennonOno á afmælisdegi John Lennon
Mannlíf Menning og listir
Yoko Ono veitir fjórum alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LennonOno-friðarsjóðnum / LennonOno Grant for Peace á afmælisdegi John Lennon á sunnudaginn 9. október. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár í Reykjavík í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og er þetta í sjötta sinn sem athöfnin fer fram hér á landi en verðlaunin voru fyrst veitt í New York árið 2002.
Yoko Ono veitir fjórum alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LennonOno-friðarsjóðnum / LennonOno Grant for Peace á afmælisdegi John Lennon á sunnudaginn 9. október. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár í Reykjavík í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og er þetta í sjötta sinn sem athöfnin fer fram hér á landi en verðlaunin voru fyrst veitt í New York árið 2002.
Handhafar viðurkenningarinnar í ár eru:
Ai Weiwei, kínverskur listamaður og aðgerðarsinni f. 1957 í Peking.
Anish Kapoor, bresk/indverskur listamaður f. 1954 í Bombay.
Katalin Ladik ungverskt skáld, gjörningalistamaður og leikari f. 1942 í Novi Sad í Serbíu.
Ólafur Elíasson listamaður f. 1967 í Kaupmannahöfn.
Allir verðlaunahafarnir nema Ai Weiwei verða viðstaddir verðlaunafhendinguna, Lennon Ono Grant for Peace 2016.
Verðlaunahafarnir hafa tilkynnt hvaða góðgerðarsamtök þeir völdu að styrkja í tengslum við verðlaunin:
Ai WeiWei valdi að styrkja KANAY Foundation.
Anish Kapoor valdi að styrkja Helen Bamber Foundation.
Katalin Ladik valdi að styrkja Hungarian Interchurch Aid.
Ólafur Elíasson valdi að styrkja Maternity Foundation.
Kayany Foundation, sem Ai Weiwei vill styrkja, eru viðurkennd NGO-samtök (sjálfstæð félagasamtök) sem voru stofnuð árið 2013 sem svar við vaxandi þörf á grunnskólamenntun fyrir sýrlensk flóttabörn í Líbanon. Samtökin byggja skóla og veita sýrlenskum börnum sem búa í Bekaa dalnum í Líbanon tækifæri til skólagöngu. kayany-foundation.org
Góðgerðarsamtökin sem Anish Kapoor hefur valið sér, Helen Bamber Foundation, styðja flóttamenn og hælisleitendur sem hafa mátt þola gífurlega grimmd af mannavöldum, meðal annars pyntingar og ofsóknir vegna trúar- eða stjórnmálaskoðana auk mansals og þvingunar til vændis.
helenbamber.org
Hungarian Interchurch Aid, samtökin sem Katalin Ladik hefur ákveðið að styrkja, eru meðal stærstu góðgerðarsamtaka Ungverjalands. Samtökin styðja við starf til aðstoðar fórnarlömbum heimilisofbeldis og ofbeldis gagnvart börnum. Þau vinna jafnframt fyrirbyggjandi starf til að koma í veg fyrir ofbeldi, auka umræðu og hafa áhrif á viðhorf samfélagsins gagnvart þessum málaflokki.
segelyszervezet.hu
Ólafur Elíasson hefur tilnefnt Maternity Foundation, sem er dönsk þróunarstofnun sem hefur unnið ötult starf við að bjarga lífi kvenna og ungbarna sem eru í hættu vegna meðgöngu- og fæðingarfylgikvilla. Kjörorð þeirra er: ,,Engin kona ætti að deyja við það að gefa líf". Samtökin tóku þátt í þróa appið "Safe Delivery" sem er nýstárlegt leiðbeiningarforrit fyrir farsíma, sem kennir þeim sem veita fæðingarhjálp í Afríku og suðaustur-Asíu hvernig bjarga megi lífi mæðra og ungbarna í fæðingu.
www.maternity.dk
Yoko Ono setti friðarverðlaunin Lennon Ono Grant for Peace á stofn árið 2002 . Hún kemur á hverju ári til landsins til að leiða athafnir til minningar um John Lennon á afmælisdegi hans 9. október. Síðdegis þann dag tendrar Yoko Ono Friðarsúluna í Viðey. Ljós Friðarsúlunnar logar til 8. desember sem er dánardagur John Lennon.
Þeir sem hafa fengið LennonOno Grant For Peace friðarverðlaunin eru m.a.: Læknar án landamæra, Josh Fox, Michael Pollan, Alice Walker, Centre for Constitutional Rights, Pussy Riot, Art Production Fund og Rachel Corrie heitin.
Yoko sagði eftirfarandi um verðlaunahafana fjóra; ,,Ég er svo stolt að sjá svo verðuga verðlaunahafa og góðgerðarsamtök sem hljóta styrkinn í ár. Þetta fólk og þessar stofnanir vinna linnulaust að því að bæta okkar viðkvæma heim með því að stuðla að friði, menntun, heilbrigði og veita þeim aðstoð sem þurfa mest á því að halda. Þau verðskulda væntumþykju, athygli og þakklæti, því við viljum stuðla að friði og von í heiminum.“