Eru börn í framhaldsskólum?

Velferð Skóli og frístund

""
Ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna er efni morgunverðarfundar Náum áttum hópsins að þessu sinni. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl klukkan 8.15 til 10.00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38.
Fundirnir eru ávallt tileinkaðir börnum og ungmennum en Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál.
 
Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, spyr í sínu erindi af hverju ábyrgð foreldra?
 
Samverustundir og viðhorf til áhættuhegðunar, könnun meðal foreldra/forráðamanna ólögráða framhaldsskóla nema er efni erindis Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, dósent á Menntasviði Háskóla Íslands.
 
Að lokum fjallar Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbreytaskóla Suðurlands, um hlutverk framhaldsskóla í forvörnum.
 
Fundarstjóri er Rafn Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðu Náum áttum.  Þátttökugjald er 2400. krónur og innifalið í því er morgunverður.