Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að hefja aðgerðir gegn notkun einnota umbúða í Reykjavík.
Samkvæmt tilllögu borgarstjórnar verður horft til þess hvernig auðvelda megi borgarbúum að komast hjá einnota umbúðum og velja aðra kosti en t.d. plastpoka og annars konar einnota umbúðir. Í þessu skyni verður unnin aðgerðaráætlun í samstarfi við grasrótarsamtök, samtök um verslun og þjónustu, starfsmenn borgarinnar og íbúa. Þá verður skoða hvernig standa megi að fræðslu til að ná þessum markmiðum. Rýna skal í aðra markaða stefnu borgarinnar sem kann að skipta máli fyrir verkefnið og hafa þær stefnur til hliðsjóna sem þegar hafa verið samþykktar í umhverfis-, auðlinda og úrgangsmálum.
Reykjavíkurborg hvetur fólk til að flokka plastið frá almennu heimilissorpi. Það má fara í grænu tunnuna sem er sérstaklega ætluð fyrir plast. Einnig eru gámar fyrir plast á öllum grenndarstöðvum í borginni og endurvinnslustöðvar Sorpu taka á móti öllum plastefnum. Mikilvægt er að draga úr notkun plasts og gæta þess að það fari ekki út í vistkerfið. Reykjavíkurborg hvetur fólk til að nota margnota innkaupapoka.