Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun flytja skrifstofu sína í Vesturbæinn mánudaginn 14. nóvember nk. Á meðan á hverfavikur borgarstjóra stendur mun hann heimsækja skóla, stofnanir, íþróttafélög og fyrirtæki í hverfinu.
Þetta er í sjöunda sinn sem borgarstjóri færir sig um set innan borgarinnar en hann var í Árbæjarhverfi í mars, í Breiðholti í apríl, í Hlíðum og Norðurmýri í september og í Laugardal í nóvember á síðasta ári. Í janúar sl. var hann í Háaleiti-Bústöðum og í apríl í Grafarvogi.
Þriðjudaginn 16. nóvember verður haldinn fundur borgarstjórnar í Hagaskóla og fimmtudaginn 17. nóvember verður fundur borgarráðs haldinn í Sjóminjasafni Reykjavíkur.
Haldinn verður opinn hverfafundur með íbúum í hverfinu í Hagaskóla fimmtudaginn 17. nóvember nk. klukkan 20.00. Til umræðu á fundinum verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir, þjónusta og hverfisskipulag verður kynnt. Hverfisskipulaginu er ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á hverfið sitt. Sjá viðburð á Facebook