Borgarstjóri flytur skrifstofuna í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.
Velferð Umhverfi
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun flytja skrifstofu sína í húsnæði þjónustumiðstöðvar Laugardal og Háaleitis við Efstaleiti í næstu viku. Hann mun heimsækja skóla, stofnanir, íþróttafélög og fyrirtæki í Háaleiti og Bústöðum.
Þetta er í fimmta sinn sem borgarstjóri færir sig um set innan borgarinnar en hann var í Árbæjarhverfi í mars, í Breiðholti í apríl, í Hlíðum og Norðurmýri í september og í Laugardal í Nóvember á síðasta ári.
Haldinn verður opinn hverfafundur með íbúum í Breiðagerðisskóla miðvikudaginn 27. janúar nk. klukkan 20. Til umræðu á fundinum verður allt sem tengist hverfinu, framkvæmdir, þjónusta og hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir öll hverfi Reykjavíkur. Hverfisskipulaginu er ætlað að auðvelda skipulag, áætlanagerð og hvetja fólk til að hafa aukin áhrif á hverfið sitt.