Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru núna að blása snjó af hluta Tjarnarinnar og útbúa þar skautasvell.
Með þessu er verið að bregðast við óskum um skautasvell á Tjörninni þegar veður býður upp á það. Svæðið sem snjó hefur verið blásið af er við Tjarnargötuna. Atli Marel Vokes deildarstjóri á Hverfastöð Reykjavíkurborgar segir að nú ættu að verða góðar aðstæður fyrir listdans á skautum.