Opinn fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkur og borgarstjórnar

Mannlíf Mannréttindi

""
Fyrsti sameiginlegi fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember 2015, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn er frá 17.00 -19.00 og er öllum opinn.

Dagskrá

17.00 - Stefnumörkun í málefnum innflytjenda í Reykjavík

  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

17.10 - Fjölmenningarráð og niðurstöður fjölmenningarþings

  • Tomasz Chrapek, formaður fjölmenningarráðs 

17.20 - Þjónusta við Innflytjendur í Reykjavík – kynningar sviðsstjóra Reykjavíkurborgar

  • Berglind Ólafsdóttir, menningar- og ferðamálasvið

  • Ómar Einarsson, íþrótta- og tómstundasvið

  • Helgi Grímsson, skóla- og frístundasvið

  • Örn Sigurðsson, umhverfis- og skipulagssvið

  • Stefán Eiríksson, velferðarsvið

18.00 - Raddir innflytjenda

  • Anna Katarzyna Wozniczka and Angelique Kelley frá samtökum kvenna af erlendum uppruna
  • Renata Emilsson Pesková frá Móðurmál
  • Anna Wojtynska frá Háskóla Íslands

18.30 - Umræður borgarfulltrúa og spurningar fundargesta

19.00 - Fundarlok

Fundurinn mun fara að mestu fram á íslensku en túlkað verður yfir á ensku á staðnum og varpað upp á skjá.