Hvernig geta íbúðir og borgarumhverfi morgundagsins svarað umhverfislegum áskorunum, fjölbreyttum fjölskylduformum og nútíma lífsstíl? Erum við í stakk búin til að takast á við nýjar áherslur? Er verið að nota réttu verkfærin og aðferðinar? Um þetta er fjallað í Hægri breytilegri átt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 12. - 19. mars.
Hvernig verður íbúð framtíðarinnar?
Hvernig viljum við lifa og búa?
Þverfaglegi hugmyndavettvangurinn Hæg breytileg átt var stofnaður til þess að takast á við spurningar sem þessar og undir merkjum hans voru fjórir hópar sérfræðinga úr ólíkum áttum leiddir saman. Afrakstur af rannsókna- og hugmyndavinnu hópanna er settur fram í fjórum tillögum að breytingum á íbúðabyggð í Reykjavík, tillögur sem má jafnframt heimfæra á önnur svæði.
Sýningin og bókin Hæg breytileg átt er liður í því að veita sem flestum innsýn í tillögur hópanna og þá þekkingu sem að baki þeim liggur. Um leið gefst kostur á samræðum í fjölbreyttri viðburðadagskrá þar sem áskorunum og tækifærum í íbúða- og byggðaþróun verður velt upp frá ýmsum hliðum.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 12. - 19. mars. Opnunartímar 10 - 17 alla daga nema fimmtudaga 10 - 20.