53 sóttu um starf skrifstofustjóra hjá USK

Umhverfi Skipulagsmál

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar (USK) óskaði nýlega eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf skrifstofustjóra á skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.

Skrifstofan sér um allan daglegan rekstur og umhirðu borgarlandsins. Undir skrifstofuna tilheyrir rekstur hverfastöðva og verkbækistöðva garðyrkju ásamt rekstri Ræktunarstöðvar og útmerkur. Á starfsstöðum skrifstofunnar starfa um 150 starfsmenn að auki bætist við fjöldi sumarstarfsmanna yfir sumartímann. Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

53 sóttu um starfið, þrír drógu umsóknina til baka. Ráðningin er í ferli hjá Capacent og Reykjavíkurborg.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur:

Umsækjendur um starf skrifstofustjóra