Frisbígolfvöllur slær í gegn

Íþróttir og útivist

""

Frísbígolf er ný íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda hjá landanum. Fyrir tveimur árum var sett upp frísbígolfvöllur á Klambratúni en hann hefur verið mjög vinsæll en notkun hans hefur slegið öll met það sem af er sumri. Ekki líður sá dagur að ekki sé einhver að spila á vellinum.

Frisbígolf er spilað með frisbídiskum og takmarkið er að kasta diskunum í sérhannaðar körfur í sem fæstum skotum. Folf hentar fólki á öllum aldri og gefa krakkarnir hinum fullorðnu ekkert eftir. Á landinu eru núna sex sérhannaðir vellir og víðar hægt að finna körfur. Auk Klambratúns er í Reykjavík hægt að spila í Gufunesi í Grafarvogi. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu íþróttarinnar, www.folf.is